Skilmálar

Njóttu þess að geta verslað fyrir heimilið eða fyrirtækið á góðu verði, góðar, vandaðar og endingargóðar vörur frá Evrópu.

Markmið okkar er að gefa viðskiptavinum kost á því að versla gæðavörur frá Evrópu á góðu verði. Þar af leiðandi er lagerhald hjá okkur í lágmarki.

Verslun við okkur virkar þannig:

1. Flettu í gegnum heimasíðuna okkar þar sem hægt er að nálgast þau fyrirtæki er selja sínar vörur. Á mörgum stöðum getur þú séð verðið en á nokkrum stöðum þarf að hafa beint samband við okkur til þess að fá verð. 

2. Sendu okkur tölvupóst á service@heimiliogrekstur.is – hringdu í okkur í síma 822-1574 Ragnheiður eða 846-1765 Piotr eða komdu í heimsókn til okkar í verslunina Hótelrekstur að Hátúni 6a, 105 Reykjavík þar sem við munum hafa til staðar bæklinga og prufur.

3. Þau verð sem þú sérð á heimasíðum fyrirtækjanna eru flest án vsk, án flutningskostnaðar frá Evrópu til Íslands , tollafgreiðslu og heimkeyrslu. 

4. Við þau verð er koma fram á heimasíðunni mun bætast eftirfarandi kostnaður : virðisauki, flutningskostnaður frá Evrópu til Íslands, tollafgreiðsla og heimakstur.

Afgreiðslutími vara getur verið frá 2 upp í 6 vikur en ef um sérpantanir á innréttingum er að ræða þá gæti sá tími verið lengri. Við fáum endanlegan staðfestan afgreiðslutíma um leið og við sendum út fyrirspurn.

Ábyrgðarskilmálar.

Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar af lútandi og skal beraste okkur um leið og gallans verður vart. Ábyrgð á vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár frá afhendingardegi en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár. Nauðsynlegt er að framvísa gögnum fyrir vörukaupum til að sannreyna ábyrgð á vöru. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Heimili og rekstur áskilur sér rétt til að sannreyna að um galla sé að ræða áður en endurgreiðsla eða útskipti eiga sér stað.

Skilaréttur.

Sérpöntuðum vörum fæst ekki skilað nema um lagervöru sé að ræða sem ekki var til þegar upphaflega var pantað. . 

Skilafrestur lagervara eru 14 dagar frá afhendingu. Hægt er að fá inneignarnótu gegn kvittun fyrir vörukaupum en einungis ef varan er í upprunalegum og óskemmdum umbúðum, ónotur og óskemmd auk þess sem allir fylgihlutir hennar séu meðfylgjandi. Nauðsynlegt er að framvísa vörureikningi fyrir kaupum. Starfsmenn Heimilis og reksturs munu meta ástand vöru og kanna hvort hún sé endursöluhæf. Heimili og rekstur áskilur sér rétt til að hafa vöruskilum eða endurgreiða vöru. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar innanlands sem fellur til við afhendingu eða vöruskila. .

Starfsmenn Hótelreksturs munu meta ástand vöru og kanna hvort hún sé endursöluhæf. Hótelrekstur áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða endurgreiða vöru. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskila.  
Sérpöntuðum vörum fæst einungis skilað ef um galla er að ræða í viðkomandi vöru.

Þar sem fyrirtækið heldur ekki úti lager eins og er, til þess að spara kostnað eru nánast allar vörur sérpantaðar. 

Lög og varnarþing.

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Heimili og rekstri á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Heimilis og reksturs er í Garðabæ.

Um fyrirtækið. 

Heimili og rekstur
Hátúni 6a 
105 Reykjavík 
kt.610220-0370
Netfang : service@heimiliogrekstur.is

Scroll to Top